Akademíur: Málþing um Þorvald Þorsteinsson

Akademíur: Málþing um Þorvald Þorsteinsson

Laugardaginn 13. febrúar kl. 14-16 efnir Listasafnið á Akureyri til málþings í tilefni yfirlitssýningar á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna.

Sjá einnig: Ímynd – mynd

Málþingið verður haldið í sal 10 og gildir aðgangseyrir að safninu, en frítt er fyrir handahafa árskorts og Vini Listasafnsins. Hægt verður að fylgjast með málþinginu á Zoom og er skráning á heimasíðu Listasafnsins, listak.is. Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnarfræði við Háskóla Íslands, hefur umsjón með útsendingunni. Fundarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og á mælendaskrá eru Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri, Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, Þorgeir Tryggvason, textahöfundur, Arna Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari, og Finnur Arnar, myndlistarmaður og höfundur og leikstjóri Engilsins.

Þorvaldur Þorsteinsson var afkastamikill listamaður og kennari sem nýtti sér flesta miðla í listsköpun. Auk þess að fást við myndlist samdi hann skáldsögur, leikrit, ljóð og tónlist og varð landsþekktur fyrir Vasaleikhúsið sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1991 og síðar sýnt í sjónvarpi. Skáldsaga hans, Skilaboðaskjóðan, sló einnig rækilega í gegn þegar hún kom út 1986 og var síðar færð í leikbúning og sýnd í Þjóðleikhúsinu sem söngleikur 1993. Fjórar bækur Þorvaldar um Blíðfinn hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Borgarleikhúsið setti upp leikrit hans And Björk of Course 2002. Hann hélt margar einkasýningar, jafnt á Íslandi sem erlendis, og tók þátt í alþjóðlegum samsýningum víða um heim.


Lengi skal manninn reyna stendur yfir til 11. apríl næstkomandi og er samstarfsverkefni Listasafnsins og Hafnarborgar í Hafnarfirði, en þar verður sýningin sett upp haustið 2021. Hún hlaut styrk frá Safnasjóði 2020.


Dagskrá málþingsins


Kl. 14.00

Ávarp safnstjóra

Hlynur Hallsson


Kl. 14.05

Ég er með mikilvæg skilaboð

Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri


Kl. 14.10

Ég gef þér leyfi

Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og myndlistarmaður


Kl. 14.20

Ævintýrareglur – Þorvaldur í leikhúsinu og leikhúsið í vasanum

Þorgeir Tryggvason, textahöfundur


Kl. 14.30

Viltu leika? Um þýðingu leiksins í lífi og list Þorvaldar

Arna Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari


Kl. 14.40

Um Engilinn á sviðinu

Finnur Arnar, myndlistarmaður og höfundur og leikstjóri Engilsins


Kl. 14.50

Spurningar og umræður


Kl. 16.00

Málþingi lokið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó