Airwaves á Akureyri á næsta ári

Reykjavíkurdætur á Airwaves

Reykjavíkurdætur á Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður að hluta til haldin á Akureyri á næsta ári. Það verður í 19. skipti sem hátíðin er haldin. Þetta kemur fram í frétt á vef Rúv. Tveir til þrír staðir á Akureyri verði þá notaðir undir tónleikahald og allt að 26 tónlistaratriði gætu spilað á Akureyri. Með þessu eigi að bjóða fólki á landsbyggðinni upp á að upplifa Airwaves án þess að ferðast til Reykjavíkur og einnig að fá fleiri ferðamenn til Akureyrar. Einnig gefi þetta fleiri norðlenskum hljómsveitum færi á að spreyta sig.

Flugfélag Íslands og Iceland Airwaves hafi í sameiningu ákveðið að bjóða upp á ferðapakka með beinu flugi frá Keflavík til Akureyrar á hátíðina sem gerir ferðamönnum auðveldara fyrir að komast á hátíðina á Akureyri. Það væri hugsað þannig að þeir myndu byrja hátíðina á Akureyri en enda dvöl sína í Reykjavík.

Það má því gera ráð fyrir því að Akureyri verði öll hin líflegasta í upphafi nóvembermánaðar á næsta ári en hátíðin verður haldin frá 1. – 5. nóvember.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó