Framsókn

Áhyggjur af samgöngumálum til Hríseyjar og Grímseyjar

Áhyggjur af samgöngumálum til Hríseyjar og Grímseyjar

Bæjarráð Akureyrar hefur ályktað um samgöngumál til eyjanna Hríseyjar og Grímseyjar. Ásrún Ýr Gestsdóttir, Verkefnisstýra Áfram Hrísey, segir að íbúar í Hrísey hafi ekkert heyrt af því hvernig ferjumálum verði háttað eftir 31. desember næstkomandi þegar tímabundinn samningur um rekstur Hríseyjarferjunnar rennur út.

Ásrún segir að engin svör hafi fengist frá Vegagerðinni en bæjarráð Akureyrar segir í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að eyða þeirri óvissu sem uppi er um rekstur Hríseyjarferjunnar og tryggja að í framhaldinu verði þjónustustig ekki skert frá því sem nú er.

Sjá einnig: Grímseyjarferjan Sæfari í slipp, engar ferðir í næstu viku

Þá lýsir bæjarráð ályktar bæjarráð að tíðar bilanir á Grímseyjarferjunni, með tilheyrandi skertri þjónustu og öryggi íbúa og gesta, séu með öllu óviðunandi. Brýnt sé að endurnýja ferjuna og skorar bæjarráð á Vegagerðina og innviðaráðherra að flýta kaupum á nýrri ferju eins og frekast er unnt.

Tveir bæjarfulltrúar frá Framsóknarflokknum tóku vinnudag í Hrísey í vikunni og buðu íbúum að koma í spjall. Málefni Hríseyjarferjunnar voru meðal annars rædd. Hefur nú bæjarráði verið greint frá stöðunni sem og Byggðastofnun og SSNE.

VG

UMMÆLI

Sambíó