Gæludýr.is

Áhrif verkfalls á þjónustu Akureyrarbæjar

Áhrif verkfalls á þjónustu Akureyrarbæjar

Víðtækar verkfallsaðgerðir BSRB í 29 sveitarfélögum hófust í morgun, mánudaginn 5. júní. Verkföllin ná m.a. til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum í 29 sveitarfélögum.

Ýmis þjónusta á vegum Akureyrarbæjar mun skerðast eða leggjast alfarið niður vegna verkfallsins. Akureyrarbær hefur talið upp það helsta sem verkfallið mun hafa áhrif á á vef sínum:

  • Þjónusta ferlibíla verður verulega skert og strætisvagnar bæjarins ganga ekki.
  • Sundlaugarnar á Akureyri verða lokaðar, sem og laugarnar í Grímsey og Hrísey.
  • Fjölskyldugarðurinn við Sundlaug Akureyrar verður lokaður.
  • Íþróttahúsið við Glerárskóla og Íþróttahöllin á Akureyri verða lokuð.
  • Þjónusta frá Umhverfismiðstöð skerðist verulega, þ.m.t. sláttur og hirðing í bæjarlandinu.
  • Malbikunarstöðin starfar ekki og þar af leiðandi frestast flestar gatna- og stígaframkvæmdir.
  • Þá mun opnunartími Ráðhúss Akureyrarbæjar skerðast en hann verður frá kl. 11.00 til 12.00. Viðskiptavinum er bent er á að nýta sér rafræna þjónustu eins og kostur er svo sem  tölvupóst, netspjall og ábendingargátt á heimasíðu.

Upplýsingar um skerta þjónustu verða uppfærðar á vef Akureyrarbæjar eftir því sem þurfa þykir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó