Margir halda því fram að samfélagsmiðlar og snjalltæki beri með sér fleiri galla en kosti, og að tæknin sé að soga yngri kynslóðina til sín.
Jákvæð áhrif samfélagsmiðla
Það er hægt að afla sér fullt af nothæfum upplýsingum á samfélagsmiðlum og á netinu t.d á google, Wikipedia, Facebook og Youtube. Fyrir tíma samfélagsmiðla og netsins þurfti fólk að leita tímunum saman í þykkum bókum sem voru orðnar gamlar og upplýsingarnar orðnar úreltar.
Nú til dags er hægt að vinna á samfélagsmiðlum eins og youtube og snapchat.
Á Youtube vinnur fólk við að búa til nýtt efni handa áhorfendum. Það fær mismikið borgað eftir því hversu margir áskrifendur þeir hafa og hversu margir horfa. Þetta fólk er frægt um allan heim.
Á Snapchat er hægt að græða mikinn pening ef þú ert með ágætlega stóran fylgjenda hóp t.d ef þú ert að auglýsa einhverja vöru þá færð þú borgað fyrir það. Ef þú gerir það oft ertu búin að græða nokkuð mikið.
Samskipti á samfélagsmiðlum eru mun auðveldari en þau voru fyrir 40 árum þegar ekki var hægt að tala saman á netinu. En það þarf samt að fara varlega því það er ekki allt eins og það sýnist á netinu.
Neikvæð áhrif samfélagsmiðla
Fólk á netinu er ekki allt eins og það sýnist, þó svo að flest allir séu að sýna hverjir þeir eru í alvörunni er samt fólk sem er ekki að sýna sannleikann. Til er fólk sem notar myndir af öðrum sem forsíðumynd og á myndinni er einhver sem er kannski í góðu formi og lítur mjög vel út. En á bak við skjáinn er einhver einstaklingur sem er búinn að vera að skoða um á netinu og sér að allir eiga bara “fullkomið” líf og fer að nota myndir af öðru fólki til að líða betur með sjálfan sig. En sumir nota þetta líka til verri hluta eins og fylgjast með öðru fólki.
Samfélagsmiðlar geta valdið streitu, kvíða og þunglindi og haft áhrif á andlega heilsu. Oft hefur fólk látið sig líta út fyrir að eiga fullkomið líf á samfélagsmiðlum og það getur orðið til þess að ungt fólk missi sjálfsímyndina.
Á samfélagsmiðlum er mun léttara leggja í einelti heldur en undir fjögur augu, má þar helst nefna særandi einkaskilaboð, niðrandi ummæli á samfélagsmiðlum, útskúfun, lygasögur og birtingar á vandræðalegum eða niðrandi myndum. Þrátt fyrir að ljót samskipti geti átt sér stað nánast hvar sem er á netinu ber að vara sérstaklega við samfélagsmiðlum þar sem notendur geta átt í nafnlausum samskiptum, og þá getur verið mun auðveldara fyrir gerandann að komast upp með eineltið.
Með þessari grein vildum við koma á framfæri að samfélagsmiðlar og netið hafa bæði góðar og slæmar hliðar og slæmu hliðarnar eru fleiri og geta leitt til mjög alvarlegra afleiðinga.
Fjölmiðlaskólinn á Akureyri er námskeið á vegum Akureyrarbæjar í samstarfi við Vinnuskólann. Ungmenni úr 8.bekk í skólum bæjarins koma saman og fá fræðslu um helstu grunnatriði fjölmiðlunnar og myndbandsgerðar. Eftir það þurfa þau að standa á eigin fótum og semja sitt eigið efni undir leiðslu starfsmanna Vinnuskólans.
UMMÆLI