Norðlensku bræðurnir Ágúst Þór og Rúnar Þór Brynjarssynir ásamt Elvari Baldvinssyni hafa gefið út nýtt lag. Um er að ræða cover af laginu Í Reykjavíkurborg sem Þú og ég gáfu út árið 1979.
Ágúst Þór og hljómsveit munu einnig troða upp á Bryggjuballi á Vitanum laugardaginn 10. júli. Nánari upplýsingar um ballið má finna á Facebook síðu viðburðarins með því að smella hér.
Hlustaðu á lagið Í Reykjavíkurborg í spilaranum hér að neðan.
UMMÆLI