KA og Þór mættust í Olís deild karla í handbolta í gær. Leikurinn fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Líkt og þegar liðin mættust í bikarkeppninni á dögunum hafði KA betur, í þetta sinn lauk leiknum með 21-19 sigri KA manna.
Áki Egilsnes var markahæstur KA-manna með sjö mörk en hjá Þórsurum var Ihor Kopishinsky markahæstur með sex mörk. Satchwell varði 12 skot í marki KA en Jovan Kukobat varði 14 bolta fyrir Þórsara.
Eftir leikinn eru KA-menn með 12 stig en Þórsarar eru með fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar.
Mynd: Ka.is/Þórir Tryggva
UMMÆLI