Spáð er aftakaveðri víða á landinu á morgun og miðvikudag. Í tilkynningu frá lögreglunni er ítrekað að ástæða sé til að fylgjast vel með viðvörunum og veðurspám næstu daga. Mælt er gegn því að fólk sé á ferðinni enda ljóst að ekkert ferðaverður er á landinu meðan þetta gengur yfir.
Spáð er vaxandi suðaustanátt sem þykknar upp, 10-18 m/s og snjókomu í kvöld, þriðjudag. Í fyrramálið er spáð vaxandi norðaustanátt og aukin ofankoma en eftir hádegi roki og jafnvel ofsaveðri á stöku stað, 20-30 m/s og mikil snjókoma, en mun hægari og úrkomulítið allra austast. Hiti um og undir frostmarki. Þetta kemur fram í veðurspá á vef veðurstofunnar.
UMMÆLI