Afsláttur í flug fyrir bikarúrslitinMynd: KA

Afsláttur í flug fyrir bikarúrslitin

Annað árið í röð keppa KA menn í úrslitum í Mjólkurbikarkeppni karla í fótbolta. Liðið mætir Víkingum frá Reykjavík í úrslitaleiknum sem verður spilaður 21. september næstkomandi á Laugardagsvelli.

Í samstarfi við Icelandair býðst stuðningsfólki að fá 20% afslátt af flugi svo að KA menn geti fjölmennt stúkuna. Tilboðið gildir til 22. ágúst (miðnættis), en miðasala á leikinn sjálfan ekki hafin. Tilboðið er virkt með afsláttarkóðanum BIKAR og virkar fyrir Economy Standard og Economy Flex fargjöld.

Athugið að afsláttarkóða er einnig hægt að nota samhliða Loftbrúarafslætti.

Miðasala á leikinn sjálfan verður tilkynnt þegar að nær kemur. Hægt er að finna nánari upplýsingar í tilkynningu frá KA hérna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó