Áframhaldandi veðurviðvaranir

Áframhaldandi veðurviðvaranir

Spáð er afar slæmu veðri seinnipart föstudagsins 15. nóvember. Óttast er að sambærilegar aðstæður gætu skapast á Akureyri og í september 2022, þegar sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar og olli miklu tjóni. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrjarbæjar, þar segir einnig:

Veðurstofa Íslands varar við mjög hvössum og hættulegum vindhviðum við fjöll. Einnig er spáð talsverðri eða mikilli ofankomu og skafrenningi, sem getur valdið lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum og láglendi. Samgöngutruflanir eru líklegar, og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gul veðurviðvörun verður í gildi fram yfir helgi.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með stöðu mála og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Starfsmenn Akureyrarbæjar eru í viðbragðsstöðu og verða uppfærslur birtar á akureyri.is ef staðan breytist.

Sambíó

UMMÆLI