Áframhald verður á samstarfi KA og Þórs um sameiginlegt kvennalið í handboltanum undir nafninu KA/Þór. Búið er að gera samning við alla leikmenn liðsins fyrir utan að Erla Hleiður Tryggvadóttir leggur skóna á hilluna. Þá verða þeir Jónatan Magnússon og Þorvaldur Þorvaldsson áfram þjálfarar liðsins.
Fram kemur á heimasíðu KA að nú þegar búið sé að tryggja áframhaldandi veru núverandi leikmanna liðsins hyggi liðið á styrkingu.
UMMÆLI