Áform um opnun áfengisverslunar í Mývatnssveit

Mynd: visitmyvatn.is

Á sveitarstjórnarfundi Skútustaðahrepps í síðustu viku voru áform um að opna áfengisverslun rædd. Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR á Íslandi hefur óskað eftir heimild sveitarfélagsins til að opna áfengisverslun í Mývatnssveit með vísan til laga 10 gr. laga nr. 86/2011 um verslun ríkisins með áfengi og tóbak.

Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps greindi frá því í fréttabréfi að Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti beiðni ÁTVR á fundinum. Ekki er vitað hver nákvæm áform um opnun búðarinnar séu að svo stöddu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó