Afmælisvika Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar fagnar 75 ára afmæli sínu á árinu. Hátíðarhöldin hefjast með afmælisviku í Hofi dagana 22.-28. janúar.

Tónlistarfélagið mun bjóða upp á átta fjölbreytta tónleika. Þar má nefna kórahátíð, einleik á flygil, einsöng, kammer-, barna-, rokk- og jazzfusiontónleika.

Það ættu því allir tónlistarunnendur að finna eitthvað við sitt hæfi í Hofi í næstu viku, en upplýsingar um alla viðburðina má finna á mak.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó