Framsókn

Afmælissýning Aðalsteins Þórssonar

Afmælissýning Aðalsteins Þórssonar

Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson fagnar sex tugum af lífi. Í tilefni af því hefur hann tekið til afnota fjölnotasalinn Deigluna að Kaupvangsstræti 23 á Akureyri helgina 18. – 20. október, fyrir uppákomu sýningu og hátíðahöld. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að koma, njóta gleðjast og skapa.

Herlegheitin byrja föstudaginn 18. október kl. 17 með sammálun, sem er þáttökugjörningur. Þá verður málað 40 m2 málverk á gólfi Deiglunnar, með frjálsri þáttöku gesta. Nú þegar hefur harðsnúið lið listamanna boðað þáttöku sína í viðburðinum. Málað verður eftir forskrift svokallaðrar Sammálunar sem var praktíseruð á Tilraunakvöldum í listum, sem Myndlistarfélagið og Gilfélagið stóðu fyrir á árunum 2020 – 2022 og þóttu einkar vel heppnuð. Við trúum því að þetta sé stærsta málverk á Akureyri og þótt víðar væri leitað, nema sýnt verði fram á annað. Verkið verður svo hengt á veggi Deiglunnar þegar það verður orðið þurrt og verður sýnt það sem eftir verður helgarinnar og opnar sýningin kl. 15 á laugardaginn með léttum veitingum. Mögulega verður bætt við einhverjum laumuverkum ef veggpláss leyfir.

Á sunnudaginn 20. sjálfan afmælisdaginn opnar sýningin kl. 15.00 í boði verður kaffi og sætabrauð.

Aðalsteinn býður öll velkomin sem vilja fagna þessu tímamótum með honum eða eingöngu skoða afrakstur skemmtilegs listverkefnis.

Aðalsteinn Þórsson er fæddur 1964 á Akureyri. 1989 hóf hann nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz árið 1998, þá Aki2 í borginni Enchede í Hollandi, Aðalsteinn hefur verið starfandi myndlistamaður síðan. Fyrst í Hollandi en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2016. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í samsýningum og viðburðum auk þess að vera sýningarstjóri. Aðalsteinn hefur einnig látið að sér kveða í félagsmálum menningarinnar. Megin verkefni hans er þó Einkasafnið, umhverfisverk sem hann starfrækir í gróðurvin í landi Kristness u.þ.b. 10 km. sunnan Akureyrar, auk þess að teikna og mála í frístundum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó