Gæludýr.is

Aflið formlega komið í loftið á Styrkja.is

Aflið formlega komið í loftið á Styrkja.is

Aflið á Akureyri hefur hafið samstarf við styrkja.is þar sem einstaklingum gefst nú tækifæri á að styrkja starf samtakanna. 

Styrkja.is er síða sem að Takk ehf. heldur utan um, en síðan er samansafn af góðum málefnum sem hægt er að styrkja með auðveldum hætti.   
 
„Aflið er alfarið rekin á styrkjum og í gegnum tíðina hafa margir einstaklingar stutt við okkur en við erum einnig á samning við ríkið sem hefur rennt styrkum stoðum undir starfsemina. Engu að síður finnum við fyrir að aðsókn í viðtöl hefur aukist og þá erum við einnig búin að fjölga starfsstöðvum Aflsins til þess að færa þjónustuna nær einstaklingum og þessu hefur fylgt mikill auka kostnaður,“ segir í tilkynningu. 
 

Aflið á Akureyri eru samtök fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra þar sem hægt er að fá einstaklings ráðgjöf og námskeið. Ráðgjöf Aflsins byggir á fimm megin gildum áfallamiðaðrar þjónustu: öryggi, traust, valdefling, valfrelsi og samvinna. Vinnan sem fer fram hjá Aflinu er sjálfsvinna og felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota þann styrk til þess að breyta eigin lífi. 

Þú getur bókað tíma á noona.is/aflidak, aflidak@aflidak.is eða í síma 461-5959 (þriðjudagar og miðvikudagar frá 9-13).

Vilt þú styrkja Aflið? https://www.styrkja.is/aflid

Sambíó

UMMÆLI