Afkoma Akureyrarbæjar nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir

Afkoma Akureyrarbæjar nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Akureyrarbæjar fyrri hluta ársins 2023 var nokkru betri en áætlun hafði gert ráð fyrir eða sem nemur 606 milljónum króna. Niðurstaðan var neikvæð um 1.196,8 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 1.802,4 milljónir á tímabilinu. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að miðað við rekstrarumhverfi sveitarfélaga á Íslandi í dag hljóti þetta að teljast viðunandi niðurstaða.

„Róðurinn hefur verið þungur síðustu árin en með samhentu átaki er okkur að takast að snúa dæminu við og ég sé ekki betur en að nú horfi allt til betri vegar. Með ráðdeild og styrkri fjármálastjórn skilum við betri niðurstöðu en áhorfðist og það er auðvitað af hinu góða,“ segir Ásthildur á vef bæjarins þar sem má finna ítarlegri umfjöllun um málið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó