Afkoma Akureyrar betri en áætlað var

Afkoma Akureyrar betri en áætlað var

Afgangur var af rekstri Akureyrarbæjar upp á 207 milljónir króna á fyrri hluta ársins, en í rekstraráætlun fyrir tímabilið hafði verið gert ráð fyrir 572 milljóna króna tapi.

Rekstrartekjur námu 12,5 milljörðum, 400 milljónum meira en áætlun gerði ráð fyrir og 6,5% meira en á sama tímabili árið áður, og rekstrargjöld 11 milljörðum, rúmum 100 milljónum minna en áætlað var og tæpum 5% meira en á fyrra ári. Þá voru hrein fjármagnsgjöld 200 milljónum lægri en áætlað hafði verið, en þó 39% hærri en á fyrra ári.

Í lok júní námu heildareignir 48,9 milljörðum og höfðu aukist um 7% frá áramótum. Eigið fé nam 20,4 milljörðum og hækkaði um 1% frá áramótum, og eiginfjárhlutfall því tæpum 42%.

Akureyrarbær, árshlutareikningur 1.1.-30.6.2018

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó