Afhentu Hollvinum SAk milljónir úr Minningarsjóði Birgis KristjánssonarSjúkrahúsið á Akureyri.

Afhentu Hollvinum SAk milljónir úr Minningarsjóði Birgis Kristjánssonar

Minningarsjóður Birgis Kristjánssonar, rafvirkjameistara, var stofnaður í kjölfar fráfalls Birgis í október sl. en nokkrir vinir og vandamenn hans ákváðu að leggja fé í sjóð til styrktar góðu málefni. Fjölskylda Birgis valdi síðan hvaða góða málefni fengi sjóðinn afhentan.

Niðurstaðan varð sú að sjóðurinn yrði afhentur Hollvinasamtökum SAk en alls söfnuðust 2.500.000 kr. Sjóðurinn var afhentur þann 26. janúar sl. en þann dag hefði Birgir orðið 71 árs.

Hollvinasamtök SAk er um þessar mundir að safna fyrir hjartaþræðingatæki fyrir Sjúkrahúsið og eru réttilega mjög þakklát fyrir þennan rausnarlega styrk. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, fjölskylda og vinir Birgis Kristjánssonar lögðu fé í söfnunina og vilja aðstandendur færa öllum dýpstu þakkir fyrir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó