Ætlar að gefa öllum framhaldsskólum landsins fimmtíu milljónir í formi vatnsflaskna

Í vetur hrinti Ásgeir Ólafsson, þjálfari, pistlahöfundur og rithöfundur, af stað samfélagsverkefninu Flössari þar sem nemandinn er  hvattur til að drekka meira vatn.

Hann, ásamt stærsta kostanda verkefnisins sem eru Tæknivörur, umboðsaðili Samsung mobile á Íslandi, ætla að gefa öllum framhaldsskólanemum veglega vatnsflösku og biðla til nemandans að fylla hana þrisvar sinnum á dag af vatni. Auk þess eru teknir fyrir aðrir þættir.

„Þetta er verkefnagrúppa og námskeið þar sem nemandinn getur gerst meðlimur honum að kostnaðarlausu, og tekið þátt allt skólaárið” segir Ásgeir sem er Verkefna- og Flössarastjóri.

Í hverri viku er tekið fyrir eitthvað nýtt.  Ráðist er gegn öllu óhófi með pistlaskrifum, myndböndum og öðru sem vekur nemandann betur til athygli þegar kemur að óhófi.

„Við tökum fyrir svefn, koffínneyslu, snjallsímanotkun, útlitsdýrkun og samskipti við foreldra og vini svo eitthvað sé nefnt,” segir Ásgeir.

Ef skólar hafa áhuga að taka þátt og fá flöskur að gjöf.  Ef fyrirtæki og/eða einstaklingar vilja kosta verkefnið og ef sérfræðingar vilja taka þátt í verkefninu  þá er þeim bent á að hafa samband í gegnum netfangið drekkumvatn@gmail.com.

Þú finnur Flössara á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó