Æfa fótbolta á grasi í janúar

Mynd: Tindastoll.is

3. flokkur kvenna Tindastóls í knattspyrnu æfði á grasvellinum sínum í síðustu viku í frábæru veðri. Það verður að teljast afar óvenjulegt að spilað sé á grasi á þessum tíma árs.

Í frétt um málið á heimasíðu Tindastóls kemur fram að smá frost hafi verið í vellinum en hann að öðru leyti góður. Þetta verður þó að öllum líkindum ekki í síðasta skiptið sem stelpurnar æfa úti á þessum árstíma því stefnt er að því að skipta grasinu á þessum velli út fyrir gervigras.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó