Gæludýr.is

Aðventuvagninn færir jólaandann til þeirra sem búa við einangrun vegna faraldursins

Aðventuvagninn færir jólaandann til þeirra sem búa við einangrun vegna faraldursins

Leikfélag Akureyrar slæst í hópinn með farandleikhópi Þjóðleikhússins sem er mættur norður á aðventuvagninum og mun heimsækja dvalarheimili og aðra staði á Akureyri þar sem fólk er innilokað vegna kórónaveirufaraldursins.

Hópur listamanna Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar keyrir um á sérútbúnum bíl og heimsækir staði þar sem fólk býr við einangrun vegna faraldursins. Fyrir utan húsin er flutt skemmtidagskrá sem yljar og hlýjar á erfiðum tímum. Sungin eru jólalög úr ýmsum áttum, flutt eru jólakvæði og stuttur leikþáttur. Dagskrárinnar má njóta utanhúss, á svölum og úr gluggum.

Listrænn stjórnandi aðventuvagnsins er Örn Árnason.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó