Það er ýmislegt um að vera þegar jólin fara að nálgast og þar er Akureyri svo sannarlega engin undantekning. Þegar jólastressið fer minnkandi eða þegar það er rétt að byrja getur verið alveg bráðnauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt og minnast þess um stund að jólin eiga að vera tími skemmtunar og samveru. Það er þó oft svo margt um að vera og mikið áreiti allsstaðar að það er auðvelt að missa af því hvað er í gangi hverju sinni. Blaðamenn Kaffisins tóku saman jólaviðburði á döfinni svo að lesendur geti skoðað allt í heild sinni, valið og hafnað og notið aðventunnar.
Viðburðir
Heima um jólin – Í Hofi 3.desember
Friðrik Ómar og gestir hans, Guðrún Gunnarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason sjá um jólaskapið snemma í mánuðinum.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér .
Stúfur – Leiksýning í Samkomuhúsinu 9, 10 og 11.desember
Stúfur er jólasýning fyrir rollinga, unglinga, ömmur og afa og allt þar á milli. Samt mest fyrir snillinga.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Norðurljósin – Í Hofi 9. og 10. desember
Forsöngvarar þetta árið eru: Valdimar, Magni Ásgeirsson, Óskar Pétursson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Sigríður Thorlacius og Laddi. Einnig mun kammerkórinn Ísold koma fram.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Jóla danssýning Steps – Í Hofi 11.desember
Jóladanssýning Steps Dancecenter verður haldin í Hofi og er opin öllum dansunnendum.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Föstudagsfreistingar – Jólatónleikar í Hofi 16. desember
Föstudagsfreistingar eru hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar. Dýrðlegar jólafreistingar í flutningi Þórhildar Örvarsdóttur og Eyþórs Inga Jónssonar.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Jólasýning Listhlaupadeildar SA – 18.desember
Listhlaupadeildin setur upp sína árlegu jólasýningu þar sem iðkendur sýna listir sínar á svellinu í skautahöllinni. Sýningin verður sunnudaginn 18.desember kl. 17
Þorvaldur Davið og Skafrenningarnir – Jólatónleikar á Græna hattinum 1.desember
Hljómsveitin Skafrenningarnir munu blása nýjum vindum í jólatónlistarflóruna á Íslandi en plata þeirra kom út í nóvember.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Leppalúðar og létt jólatónlist – Jólatónleikar á Græna hattinum 2. og 3.desember
Um er að ræða Rögnvald Gáfaða, Val og Sumarliða úr Hvanndalsbræðrum sem hafa aldrei verði jólalegri og sjaldan skemmtilegri, ber svo að nefna Sólmund Hólm grínista, útvarpsstjörnu ,eftirhermu og Snapchat-meistara og síðast en ekki síst hið víðförla kyntákn landsbyggðarinnar Gísla Einarsson.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Sigríður Thorlacious og Sigurður Guðmundsson – Jólatónleikar á Græna hattinum 21. og 22.desember
Það eru tvær hljómplötur þeirra sem verða í forgrunni á tónleikunum á Græna Hattinum – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni hátíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríður munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Þorláksmessutúr Bubba Morthens 2016 – Í hofi 21.desember
Líkt og undanfarin ár verður Bubbi með sína sígildu Þorláksmessutónleika. Hann kemur við á Akureyri og leyfir okkur að vera með í veislunni.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu finnur þú hér.
Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju 22.desember
Hymnodia heldur jólatónleika sína 22. desember nk. Á tónleikunum verður kyrrlátt og hátíðlegt í rökkvaðri kirkjunni svo tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru.
Afþreying og uppákomur
Kertakvöld í miðbænum föstudaginn 2.desember
Undanfarin ár hafa kertakvöld verið haldin í miðbænum stuttu fyrir jól. Þá eru götuljós slökkt og verslanir rökkvaðar svo að kertaljós og jólaljós fái að njóta sín sem best. Einnig verða ýmsar uppákomur hér og þar í miðbænum en Kaffið mun betur fjalla um það í vikunni.
Jólamarkaður í punktinum 12.desember
Fyrirhugað er að halda jólamarkað á Punktinum mánudaginn 12. desember frá kl. 17:00 21:00.Ef þú lumar á fallegu handverki og vilt leyfa öðrum að njóta þess er hægt að komast að á markaðnum.
Jólapub-quiz á Bryggjunni 14.desember
Jóla pub- og pop-quiz sem Vilhjálmur B. Bragason stjórnar með tali og tónum. Þar mun koma í ljós hver getur með sanni kallað sig aðdáenda jólanna og hver ekki.
Jólaboð til þín í Akureyrarkirkju 14.desember kl.20.00
Norðlenskir tónlistarmen og Akureyrarkirkja bjóða gestum að njóta ljúfra jólatóna í fögrum helgidómi á aðventu.
Aðgangur ókeypis
Jólamarkaður í Holtseli 17.desember
Holtsel kynnir fyrir gestum og gangandi (keyrandi sennilega) jólaísinn þetta árið, en Holtsel hefur alltaf verið mjög mjög framandi ísgerð hérna norðan heiða. Einnig verða ýmsar aðrar jólavörur á boðstólnum.
Jólanámskeið ART AK 17.desember
Fjölskyldu þema þar sem börnum bæjarins verður boðið að koma og gera sjálfsmyndir en unnið verður með og í marga miðla þar sem lögð verður áhersla á að vinna úr endurvinnanlegum efnum.
Þátttaka og efni er allt ókeypis.
Jólahúsið
Er opið allan desember frá 14-21. Tilvalið að gera sér 10 mínútna ferð úr bænum til að komast í jólaskapið.
UMMÆLI