
Mynd: Facebook/Skógræktarfélag Eyfirðinga
Aðstaðan í Kjarnaskógi við Akureyri er óðum að verða tilbúin fyrir sumarið.
Búið að hleypa vatni á snyrtingar á Birkivelli en snyrtingar í Kjarnakoti verða opnaðar síðar í vor eftir endurbætur. Þá er komið loft í ærslabelginn svokallaða sem má sjá á myndinni hér að ofan.
Á Birkivöllum sunnan við strandblaksvellina má finna fjölda leiktækja og grillhús en salernúshús er við bílastæðið neðan við vellina.
Akureyrarbær stóð í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga fyrir miklum framkvæmdum í Kjarnaskógi síðasta sumar til þess að bæta aðgengi og auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir gesti svæðisins.
Strandblaksvellirnir hafa verið í mikilli notkun síðustu ár og eru fjórir löglegir keppnisvellir á svæðinu. Vegna vinsælda þarf að bóka vellina og er hægt að gera það hér.