NTC

Aðstaðan á Akureyri mjög slæm – Vandræðalegt fyrir bæinnLeikur KA og Leiknis fór fram á Dalvíkurvelli - Mynd: Jóhann Már Kristinsson

Aðstaðan á Akureyri mjög slæm – Vandræðalegt fyrir bæinn

Það vakti mikla athygli þegar ákveðið var að fótboltalið KA myndi spila fyrsta heimaleik sinn í Pepsi Max deild karla á Dalvík. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að það sé kominn tími á alvöru völl, á Akureyri, fyrir liðið.

„Þetta er bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og KA er félag sem vill keppa. Það er ekki hægt að bera saman aðstöðu og KA og félaga fyrir sunnan. Það er bara staðreynd. Ég held að það sé alveg kominn tími að fá alvöru völl,“ sagði Arnar í viðtali við Sæbjörn Þór á Fótbolti.net eftir sigur KA á Leikni í gær. Arnar segir að það sé gríðarlega erfitt að vera á grasi á Akureyri þar sem er snjóþungt. Arnar vonast til þess að næsti heimaleikur KA verði einnig á Dalvík.

Jóhann Már Kristinsson, yfirþjálfari hjá Dalvík/Reyni, sagði að það væri stórkostlegt fyrir Dalvík að fá leik í Pepsi Max-deildinni þegar það var tilkynnt að leikurinn færi fram þar en hann taldi það hinsvegar vandræðalegt fyrir Akureyrarbæ.

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI