Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar þriðja árið í röð

Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar þriðja árið í röð

Aðsóknartölur fyrir árið 2018 í Sundlaug Akureyrar hafa verði teknar saman og kemur í ljós að aldrei áður hafa gestir verið fleiri á einu ári. Gestir voru 431.044 miðað við 388.963 árið 2017. Árið 2011 voru gestir 330.000 og hefur því fjölgað um 100.000 á sex árum. Þetta kemur fram í frétt Akureyrarbæjar á heimasíðu þeirra.

Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar hefur nú verið slegið þrjú ár í röð og aðsóknartölurnar skila Sundlaug Akureyrar mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu sundlaugar landsins. ,,Þessi mikla aðsókn er sannarlega rós í hnappargat þessa frábæra sundlaugarsvæðis sem Akureyrarbær hefur byggt upp af miklum myndarskap á síðustu árum,“ segir í fréttinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó