Aðeins tvær athugasemdir bárust um breytingar á tilhögun göngugötunnar

Aðeins tvær athugasemdir bárust um breytingar á tilhögun göngugötunnar

Um þessar mundir vinnur Akureyrarbær að endurskoðun lokunar göngugötunnar í miðbænum þar sem bílaumferð hefur verið leyfð stærstan hluta af árinu undanfarin ár. Þá var óskað eftir athugasemdum, bæði frá hagsmunaaðilum og íbúum bæjarins. Úr því bárust þó aðeins tvær athugasemdir.

Ekki var boðið upp á að loka götunni alfarið allan ársins hring en óskað var eftir viðbrögðum um hvort ætti að halda henni opinni líkt og nú er gert eða hvort taka ætti fyrir bílaumferð í júní, júlí og ágúst. Aðeins tvær athugasemdir bárust í kjölfar þessara tillaga en málið verður tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í næstu viku. Eftir það tekur bæjarstjórn lokaákvörðun um málið.

Undanfarin ár hefur gatan verið opin fyrir bílaumferð alla daga nema yfir hádegistímann um helgar í júní og ágúst og alla daga í júlí milli klukkan ellefu og nítján. Þessar tillögur er fyrsti áfanginn í vinnu að breytingum á reglum um lokanir ákveðinna gatna í miðbænum. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó