Nýtt hraðamet var slegið á flugleiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar á nýársdag. Þá flaug Bombardier Q400 vél Air Iceland Connect leiðina á aðeins 26 mínútum.
Almennt fara slíkar vélar leiðina á 32-35 mínútum en hagstæðar vindáttir réðu því hvernig nýársflugið gekk.
Jóhann Skírnisson, flugstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að ferðin hafi verið afar skemmtileg.