Aðalsteinn Ingólfsson heldur fyrirlestur í Listasafninu: Örn Ingi í minningunni

Aðalsteinn Ingólfsson heldur fyrirlestur í Listasafninu: Örn Ingi í minningunni

Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 17 heldur Aðalsteinn Ingólfsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, sal 04 undir yfirskriftinni Örn Ingi í minningunni. Aðgangur er ókeypis.

Aðalsteinn Ingólfsson er fæddur 1948. Hann nam listfræði í Bretlandi, á Ítalíu og Svíþjóð og hefur starfað sem menningarritstjóri á dagblöðum og tímaritum og sem listfræðingur og sýningarstjóri á Kjarvalsstöðum og Listasafni Íslands, auk þess sem hann var fyrsti forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Eftir hann liggja á fjórða tug bóka um íslenska myndlist og myndlistamenn, einnig færeysku listamennina Sámal J. Mikines og Eyðun av Reyni.

Hann hefur sett upp á annað hundrað myndlistarsýningar á Íslandi, Svíþjóð og Kanada og haldið fyrirlestra um íslenska myndlist víða um lönd. Eins og er kennir Aðalsteinn listfræði við Háskóla Íslands og vinnur að bókaverkefnum og nokkrum öðrum listtengdum verkefnum.

Þetta er næstsíðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þann síðasta heldur myndlistakonan Ine Lamers 20. nóvember næstkomandi. Fyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó