NTC

Aðalskipulag Oddeyrar kynnt

a-oddeyri
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, drög að rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Haldinn verður kynningarfundur í Oddeyrarskóla miðvikudaginn 2. nóvember kl. 17.00. Íbúar og atvinnurekendur á svæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó. Í rammahluta aðalskipulagsins er lögð fram heildstæð stefna um þróun byggðar og er forsenda fyrir deiliskipulagsgerð einstakra reita á svæðinu.

Drög að rammahlutanum eru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð og hér fyrir neðan.

Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar eða á netfangið skipulagsdeild@akureyri.is fyrir 23. nóvember 2016.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó