Gæludýr.is

Aðalheiður S Eysteinsdóttir opnar Vegamót í Hofi 

Aðalheiður S Eysteinsdóttir opnar Vegamót í Hofi 

Myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna sína Vegamót í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 27.

Um sýninguna:

Þegar gengið er, markar tíminn spor sem leiða lífið áfram á vit uppgötvunar og upplifunar. Gamall gluggi ratar í samsett verk fundinna hluta og minnir á gleymda veröld notagildis, birtu og útsýnis. Rétt eins og spegill þjónar nú hlutverki dýptar í stað endurvarps og skrautmunir og handverk birtast sem táknmyndir í stærra samhengi. Staðið er frammi fyrir staðreyndum þar sem manneskjan trjónir á toppi með alla sína ólíku menningu í uppbyggðum hversdagsleika. 

Hvaðan er komið og hvert er haldið? 

Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er. 

Á 30 ára sköpunarferli stendur listamaðurinn reglulega á vegamótum, hugsar um farinn veg og horfir á ófarna slóð. Hugmyndir skjóta upp kollinum sem legið hafa í dvala eða legið hafa í loftinu um nokkurt skeið, og flæða um stað og stund. Endurvinnsla sjálfsins, endurvinnsla hugmynda, endurvinnsla nytjahluta, endurvinnsla listaverka. Nútíminn er endurvinnsla og nýsköpun framtíðinni til góða. Við stöndum á vegamótum þar sem virðing, gildismat, framleiðsla og umhverfi þarfnast endurskoðunar og endurbóta. Sýningin Vegamót býður upp á örlítið brot af umhugsun um hver við erum.

Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og í Freyjulundi 604 Akureyri. Sýningin í Hofi opnar kl. 14 og eru öll velkomin. Sýningin Vegamót verður í Hofi fram í ágúst.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó