Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna boða Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna og Jafnréttisstofa til hádegisfundar um áföll, afleiðingar þeirra og úrvinnslu. Fundurinn verður haldinn að Borgum við Norðurslóð.
- Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Edda Björk Þórðardóttir munu fjalla um fyrstu niðurstöður hinnar viðamiklu rannsóknar „Áfallasaga kvenna“.
- Ásdís Viðarsdóttir verður með erindið „Að skila skömminni og horfa til framtíðar“. Ásdís hefur sagt sögu sína í Kastljósi en eftir að hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi og hótunum af hendi fyrrverandi sambýlismanns síns flutti hún á Þórshöfn á Langanesi. Ásdís segir fundargestum frá því hvernig hún hefur unnið úr sinni reynslu.
Fundarstjóri: Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri Aflsins, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi.
Húsið verður opnað kl. 11.30. Dagskrá hefst kl. 11.55 og lýkur kl. 13.00.
Aðgangseyrir 1.000 kr. Léttar veitingar innifaldar.
Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Aflsins.
UMMÆLI