NTC

Aaron Paul er staddur á Akureyri

Aaron Paul sló í gegn í þáttunum Breaking Bad um allan heim og er nú staddur á Akureyri.

Breaking Bad stjarnan Aaron Paul er staddur á Íslandi um þessar mundir með konunni sinni, leikkonunni og leikstjóranum Lauren Parsekian. Heimildir Kaffisins herma að parið sé statt á Akureyri þar sem þau sáust ganga saman í miðbænum á leiðinni í kvöldverð.
Aaron Paul, sem fór með hlutverk Jesse Pinkman í heimsfrægu þáttaseríunum Breaking Bad, kom fyrst til Íslands árið 2015 og varð gjörsamlega heillaður af landinu.

Hann lét hafa eftir sér að ferðin til landsins hafi gerbreytt líf hans og að honum hafi liðið eins og hann væri fluttur á aðra plánetu. Þá kom hann aftur til landsins stuttu seinna og er núna greinilega kominn í þriðja skiptið.

Aaron Paul ásamt konunni sinni Lauren Parsekian.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó