NTC

A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn

A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 6.-9. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í áttunda sinn og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. Ókeypis er inn á alla viðburði.

22 alþjóðlegir listamenn taka þátt í hátíðinni og koma frá Króatíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Íslandi. Dómnefnd valdi verk úr hópi fjölbreyttra listamanna og eru gjörningar af öllum toga á dagskránni: myndlist, sviðslist, tónlist og ritlist. Þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum. Að þessu sinni fara gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Hlöðunni í Litla-Garði, Deiglunni, Kaktus, Eyjafjarðarsveit og á Ketilkaffi.

Þátttakendur eru: Áki Sebastian Frostason, Dýrfinna Benita Basalan, Kaktus, Katrin Hahner, Olya Kroyter, Rashelle Reyneveld, Rösk, Tricycle Trauma, og Örn Alexander Ámundason.

Gjörningahátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó