NTC

A! – Fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð í októberFrá A! Gjörningahátíðinni 2020 -Aðalheiður S Eysteinsdóttir

A! – Fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð í október

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 7. – 10. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í sjöunda sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.

Sérstök dómnefnd valdi úr innsendum umsóknum listamanna og eru fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga á dagskránni. Þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Að þessu sinni fara gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Deiglunni, Mjólkurbúðinni, Eyjafjarðarsveit og á Ketilkaffi.

Listamennirnir sem koma fram í ár eru: Thora Solveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome, Anna Richardsdóttir, Egill Logi Jónasson, Sigtryggur Berg Sigmundsson, Snorri Ásmundsson, Brák Jónsdóttir, Steinunn Aragrúadóttir, Elisabeth Raymond, Amber Smits og Niklas Niki Blomberg, Hombre Rural og Libia Castro og Ólafur Ólafsson.      

Gjörningahátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Auk viðburða utan dagskrár (Off venue).

Sambíó

UMMÆLI