Rúnar Eff skrefi nær Kænugarði

Rúnar Eff

Rúnar Eff Rúnarsson er skrefi nær því að komast í lokakeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að hann komst áfram í fyrri undanúrslitaþætti RÚV sem fram fór í Háskólabíói í kvöld.

Óhætt er að segja að Rúnar Eff hafi slegið í gegn með lagi sínu Mér við hlið og var honum ákaft fagnað af áhorfendum í Háskólabíói.

Íslenska þjóðin var greinilega á sama máli því Rúnar Eff var einn þriggja efstu í símakosningu en hinir flytjendurnur sem komust áfram eru Aron Hannes og dúettinn Arnar og Rakel.

Lokakeppni Eurovision fer fram í höfuðborg Úkraínu, Kiev, í maí.

Sjá einnig

Myndband við lagið ,,Mér við Hlið“ frá Rúnari Eff

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó