NTC

Guðmundur Hólmar gráti næst vegna meiðsla

Meiddur

Handknattleiksmaðurinn öflugi, Guðmundur Hólmar Helgason, meiddist illa á æfingu með franska úrvalsdeildarliðinu Cesson-Rennes í gær. Greint er frá þessu á vef Morgunblaðsins í dag.

Guðmundur segir í samtali við Andra Yrkil Valsson, blaðamann Morgunblaðsins, að hann hafi verið gráti næst eftir að hafa misstigið sig illa. ,,Ég þurfti að hafa mig all­an við til að halda aft­ur af tár­un­um. Ég er aðeins skárri í dag, en vel lyfjaður líka,“ segir Guðmundur við mbl.is.

Eftir að hafa verið sendur beint í röngtenmyndatöku kom í ljós að Guðmundur er ekki brotinn en líklegt er að liðbönd í ökkla séu sködduð eða slitin. Það kemur betur í ljós eftir helgi en ljóst að Guðmundur mun missa af næstu leikjum Cesson-Rennes.

Guðmundur hefur leikið stórt hlutverk í liði Cesson-Rennes á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sem situr í 12.sæti frönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Guðmundur þarf að taka því rólega næstu dagana. Mynd af Instagram reikning kappans.

Sjá einnig

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Sambíó

UMMÆLI