Gæludýr.is

Beint flug til Keflavíkur hefst á föstudag

Beint flug til Keflavíkur hefst á föstudag

Næstkomandi föstudag hefst áætlunarflug Flugfélags Íslands milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar.

Flugið verður starfækt allt árið um kring og verður í boði fyrir farþega allra flugfélaga.
Farþegar sem fljúga áfram út í heim með Icelandair munu geta innritað sig og töskur sínar á Akureyri alla leið, en farþegar annarra flugfélaga munu þurfa innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli.

Flogið verður allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann og tvisvar í viku yfir sumartímann.

Ljóst er að áætlunarflug sem þetta getur stytt ferðatíma Norðlendinga umtalsvert og einnig dregið meira af erlendum  ferðamönnum beint á Norðurland.

Á vef Flugfélags Íslands er hægt að lesa nánar um flugið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó