Deildarkeppni Hertz-deildarinnar í íshokkí kvenna lauk í gær þegar Ynjur, yngra lið Skautafélags Akureyrar, vann yfirburðasigur á Skautafélagi Reykjavíkur í höfuðborginni. Lokatölur 0-21.
Lokastaða Hertz-deildar kvenna
1. Ásynjur 33 stig
2. Ynjur 27 stig
3. Björninn 10 stig
4. SR 2 stig
Óhætt er að segja að Akureyrarliðin hafi haft afar mikla yfirburði yfir hin lið deildarinnar og munu Ásynjur og Ynjur leiða saman hesta sína í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.
Úrslitaeinvígið hefst 11.mars næstkomandi. Nú tekur við annað verkefni hjá nokkrum leikmönnum liðanna þar sem HM í íshokkí hefst eftir fimm daga.
Sjá einnig: Tólf úr SA í HM-hópi Íslands
UMMÆLI