Gæludýr.is

SA í kjörstöðu eftir sigur á Birninum

Hafþór Andri Sigrúnarson setti eitt í kvöld.

Skautafélag Akureyrar vann afar mikilvægan sigur á Birninum í Hertz-deild karla í íshokkí þegar liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Akureyrarliðið því með pálmann í höndunum í baráttunni um sæti í úrslitaeinvíginu.

Heimamenn mættu afar vel stemmdir til leiks og unnu fyrsta leikhlutann 3-0. Ekkert var skorað í öðrum leikhluta en Edmunds Induss gaf gestunum smá von þegar hann minnkaði muninn í 3-1 þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Hafþór Andri Sigrúnarson gulltryggði hinsvegar sigur SA með marki skömmu fyrir leikslok og 4-1 sigur SA staðreynd.

Markaskorarar SA: Jussi Sipponen 1, Andri Már Mikaelsson 1, Mikko Salonen 1, Hafþór Andri Sigrúnarson 1.

Markaskorari Bjarnarins: Edmunds Induss 1.


Á sama tíma voru Ynjur í heimsókn hjá Skautafélagi Reykjavíkur og er skemmst frá því að segja að Akureyrarliðið vann afar auðveldan sigur, 0-21.

Markaskorarar Ynja: Kolbrún Garðarsdóttir 7, Berglind Leifsdóttir 4, Silvía Björgvinsdóttir 3, Sunna Björgvinsdóttir 2, Ragnhildur Kjartansdóttir 2, Gunnborg Jóhannsdóttir 1, Hilma Bergsdóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó