Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem fer á Algarve mótið í Portúgal í næsta mánuði.
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er að sjálfsögðu í hópnum en hún á að baki 17 leiki með A-landsliði kvenna. Tveir aðrir akureyringar eru líka í hópnum en það eru þær Rakel Hönnudóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Ísland hefur leik á Algarve mótinu þann 1. mars og er í sterkum riðli með Noregi, Japan
og Spáni. Hópinn í heikd má sjá hér að neðan.
Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Elín Metta Jensen (Valur)
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Sóknarmenn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
UMMÆLI