Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var látinn stýra víkingaklappinu á hinni virtu verðlaunahátíð Laureus sem fór fram í Mónakó í gærkvöld.
Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir hin ýmsu íþróttaafrek á síðasta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var tilnefnt annarsvegar í flokki framfara ársins og hins vegar var víkingaklappið tilnefnt fyrir að sameina landið. Hannes Þór Halldórsson og Heimir Hallgrímsson fóru á hátíðina fyrir Íslands hönd og þurftu þeir að sjálfsögðu að taka víkingaklappið.
Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Hannes stýra salnum en svipbrigði Hannesar sýna að honum hefur oft liðið betur.
.@footballiceland goalkeeper, Hannes Halldórsson, brought the legendary Icelandic Thunderclap to the Laureus Awards!🇮🇸🇮🇸#Laureus17 pic.twitter.com/9mV9NHZHEn
— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017
UMMÆLI