NTC

Takmarkanir norðlenskra listamanna

Takmarkanir norðlenskra listamanna

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 29. maí – 26. september 2021. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með ákveðið þema, Takmarkanir, í verkum sínum. Dómnefnd velur úr umsóknum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Opnað var fyrir umsóknir 20. janúar síðastliðinn og er umsóknarfrestur til og með 28. febrúar. Nánari upplýsingar má finna á listak.is.

Vor/Sumar/Haustsýningar Listasafnsins á Akureyri eru tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Stefnt er að því að gefa út sýningarskrá með sýningunni.

Sambíó

UMMÆLI