Magnus Blarand, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí, valdi á dögunum 27 manna æfingahóp sem kemur saman í Skautahöllinni í Laugardal um helgina.
Liðið er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót sem haldið verður í Galati í Rúmeníu dagana 3. til 9. apríl næstkomandi. Lokahópur fyrir það mót verður kynntur fljótlega í kjölfar æfingahelgarinnar.
Sex leikmenn úr Skautafélagi Akureyrar eru í þessum hóp en það eru þeir Ingvar Þór Jónsson, Orri Blöndal, Sigurður Freyr Þorsteinsson, Andri Már Mikaelsson, Hafþór Andri Sigrúnarson og Jóhann Már Leifsson.
Æfingahópur A-landsliðs karla í íshokkí
Markmenn
Arnar Hjaltested SR
Daníel Jóhannsson Esja
Maksymilian Jan Björninn
Varnarmenn
Andri Már Helgason Björninn
Bergur Árni Einarsson Björninn
Ingþór Árnason Björninn
Ingvar Þór Jónsson SA
Jón Árni Árnason Björninn
Orri Blöndal SA
Róbert Pálsson Esja
Sigurður Freyr Þorsteinsson SA
Snorri Sigurbjörnsson Esja
Steindór Ingason Esja
Sóknarmenn
Andri Már Mikaelsson SA
Andri Sverrisson Esja
Edmunds Induss Björninn
Egill Þormóðsson Esja
Einar Sveinn Guðnason Esja
Elvar Snær Ólafsson Björninn
Falur Birkir Guðnason Björninn
Hafþór Andri Sigrúnarson SA
Hjalti Jóhannsson Björninn
Jóhann Leifsson SA
Kristján Kristinsson Björninn
Ólafur Hrafn Björnsson Esja
Pétur Maack Esja
Robbie Sigurðsson SR
Úlfar Jón Andrésson Björninn
UMMÆLI