Hinn ungi og efnilegi Aron Dagur Birnuson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag Akureyrar um 3 ár. Aron er markvörður sem spilaði sína fyrstu leiki fyrir KA síðasta sumar í Inkasso deildinni aðeins 17 ára gamall.
Aron hefur leikið 12 leiki með U17 ára landsliði Íslands og hefur verið valinn í æfingahópa fyrir U19 ára landsliðið, nú síðast fyrir tveim vikum síðan. Í tilkynningu á vefsíðu KA eru þetta sagðar gleðifréttir og að Aron sé gríðarlega efnilegur markvörður.
Hann mun líklega verða varaskeifa fyrir Srdjan Rajkovic aðalmarkvörð KA næsta sumar í Pepsi deildinni og verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega íþróttamanni.
UMMÆLI