Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 1. til 5. febrúar 2017 mælast Vinstri græn stærst íslenskra flokka. Fylgi Vinstri grænna mældist 27,0% en það er 3,8 prósentustiga aukning frá meðalfylgi Vinstri grænna í janúar 2017 (sem var 23,2%). Sjálfstæðisflokkurinn kemur næst á eftir með 23,8% fylgi en það er minnkun um 0,8 prósentustig frá síðustu mælingu. Fylgi Pírata stóð í stað milli mælinga og mældist 13,6%.
Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli kannana en 32,6% kváðust styðja ríkisstjórnina. Það er 2,6 prósentustiga minnkun frá því í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins lækkar úr 12,5% í 9,7%. Samfylking fer úr 7,8 í 7 prósent og þá heldur Viðreisn áfram að lækka og er með 5,6%. Björt framtíð bætir aðeins við sig og fer úr 5,3 í 7%.
UMMÆLI