Keppni í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta hófst á nýjan leik í kvöld með heilli umferð. Guðmundur Hólmar Helgason, Geir Guðmundsson og félagar í Cesson-Rennes heimsóttu Chambery.
Leikurinn var jafn og spennandi framan af en þegar líða tók á hann tóku heimamenn frumkvæðið í leiknum. Staðan í leikhléi 13-9 fyrir Chambery.
Gestirnir gáfust ekki upp en heimamenn héldu þeim alltaf í hæfilegri fjarlægð. Lokatölur urðu svo 27-25 fyrir Chambery.
Guðmundur Hólmar var í stóru hlutverki í sóknarleik Cesson-Rennes og endaði leikinn sem markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk úr tíu skotum. Geir skoraði eitt mark úr fjórum skotum.
Sjá einnig
UMMÆLI