Puff up er ný pop-up fataverslun sem selur ódýr notuð og ný föt. Fyristækið stefnir á að opna núna í mars og biðlar til fólks að um aðstoð. Markmiðið er að safna fötum sem fólk er hætt að nota, ekki lengur flott eða jafnvel rifn, endurselja þau og gefa 25% ágóðans til Barnaspítala Hringsins.
Ef þú hefur áhuga á að leggja fyritækinu lið og gefa föt, þá er hægt að hafa samband við þau Sigurpál og Kareni sem standa að verkefninu á puffupstore@gmail.com. Þá er einnig hægt eða skilja fatapoka hjá Kjartani á 4.hæð í Rósenborg(skólastígur 2) á Akureyri.
UMMÆLI