NTC

MA áfram í Gettu betur – „Stefnum að sjálfsögðu á að vinna þessa keppni“

Lið MA
Mynd:ma.is

Lið Menntaskólanns á Akureyri náði í gærkvöldi að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitunum Gettu betur  í jafnri og spennandi keppni við Verkmenntaskóla Austurlands á Rás 2.

MA varð því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpinu.

Í liði MA þetta árið eru þau Baldvin Kári Magnússon, Heiðrún Valdís Heiðarsdóttir og Ragnar Sigurður Kristjánsson. Kaffið.is sló á þráðinn til Baldvins Kára Magnússonar sem var að vonum afar kátur eftir sigurinn.

„Það er auðvitað gaman að komast áfram og spennandi að sjá hverjum við mætum, við stefnum að sjálfsögðu á að vinna þessa keppni,“ sagði Baldvin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó