Handboltakappinn Oddur Gretarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska 1.deilarliðið Balingen sem Rúnar Sigtryggson þjálfar. Oddur, sem verður 27 ára á árinu leikur nú með Emsdetten í þýsku 2.deildinni og hefur gert frá árinu 2013. Áður spilaði hann með Akureyri handboltafélagi. Hann varð næst markahæstur í þýsku 2.deildinni á síðustu leiktíð og á 18-A landsliðsleiki að baki en hann spilar í vinstra horni.
Balingen er sem stendur í 14.sæti deildarinnar eftir 18 leiki en Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu síðasta sumar. Oddur mun ganga til liðs við liðið þegar samningur hans við Emsdetten rennur út næsta sumar.
UMMÆLI