Gæludýr.is

SA lagði SR í markaleik

Hafþór Andri Sigrúnarson setti eitt af níu mörkum SA.

Strákarnir í íshokkíliði Skautafélags Akureyrar gerðu góða ferð í höfuðborgina í gær þar sem þeir heimsóttu Skautafélag Reykjavíkur í Hertz-deild karla.

Mikið var skorað í leiknum sem endaði með 9-5 sigri Akureyringa. Á sama tíma lagði Esja Björninn og eru Esjumenn því búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Markaskorarar SA: Jussi Sipponen 3, Jón Benedikt Gíslason 2, Mikko Salonen 1, Sigurður Sigurðsson, Hafþór Andri Sigrúnarson 1, Kristján Árnason 1.

Esja hef­ur 47 stig í 1. sæti en SA hef­ur 25 stig í 2. sæti og komst þar með upp fyr­ir Björninn sem hef­ur 23 stig. SR hef­ur áfram 10 stig í 4. sæti og ljóst að nú tekur við mikil barátta SA við Björninn um annað sætið og þar með farseðil í úrslitaeinvígi við Esju um Íslandsmeistaratitilinn.

Sambíó

UMMÆLI